Um daginn varð Fífuborgin 26 ára og af því tilefni fékk leikskólinn lag frá Ellu endurvinnsludúkku í afmælisgjöf. Lagið á að hjálpa okkur að muna eftir umhverfismálunum í öllu okkar starfi og er eins konar umhverfissáttmáli leikskólans.
Ellulagið
(Lag: Grænt, grænt, grænt er grasið út í haga)
(texti: Elsa Rún)
Velkomin Ella, á deildina okkar,
viltu kenna okkur að flokka,
:: minnka mengun, plastnotkun og sóun
og styrkja þjóð að sjálfbærri þróun.::