Umhverfismennt

Starfsfólk Fífuborgar hefur síðustu árin fengið æ meiri áhuga á umhverfismennt og útikennslu og hefur verið duglegt að kynna sér hvað aðrir eru að gera í þeim málum.

Árið 2009 var stofnuð umhverfisnefnd í leikskólanum og 19. maí 2011 varð Fífuborg leikskóli á grænni grein.

Í apríl 2012 tók leikskólinn fyrsta skrefið af fjórum í verkefninu um græn skref hjá Reykjavíkurborg og í nóvember 2012 var skref númer tvö.

Þá fékk leikskólinn grænfánann í fyrsta skipti á 20 ára afmæli leikskólans, 18. janúar 2013.

Í janúar 2015 fékk leikskólinn grænfánann afhentann í annað skiptið og þriðja græna skrefið.

Haustið 2017 fékk leikskólinn grænfánann afhentann í þriðja skiptið og fjórða græna skrefið.

Í janúar 2020 fékk leikskólinn grænfánann afhentann í fjórða sinn.

Árið 2014 byrjaði Ella endurvinnsludúkka að fræða börnin á Fífuborg um umhverfismennt.

Ella endurvinnsludúkkaElla endurvinnsludúkka 2Small

Ella endurvinnsludúkka er dúkka sem er fulltrúi Grænfánaverkefnisins í Fífuborg. Gaman er að segja frá því að hugmyndin að nota dúkku kom frá foreldri sem hafði kynnst því hvað dúkkur geta verið áhrifamiklar í kennslu í öðru verkefni í leikskólanum. Brúðan sjálf er gömul brúða sem fannst uppi í skáp. Í takt við lýðræðisáherslu Grænfánaskóla var nafnið á Ellu valið lýðræðislega þar sem öll börn í leikskólanum fengu að kjósa um nafnið.

Ella kemur mánaðarlega inn á hverja deild og fræðir börnin um umhverfismál sem tengjast þeim eins og flokkun pappírs og plasts, af hverju það er mikilvægt að endurvinna, mikilvægi útiveru fyrir góða heilsu, að tína rusl, að ganga vel um hlutina svo þeir endist lengur, matarsóun og margt fleira.

Börnin tengja vel við Ellu endurvinnsludúkku og hún hjálpar okkur öllum að muna að haga hlutunum þannig að það sé sem best fyrir umhverfið og þá um leið komandi kynslóðir.

Þegar Fífuborg varð 26 ára árið 2019 fékk leikskólinn lag frá Ellu endurvinnsludúkku í afmælisgjöf. Lagið á að hjálpa okkur að muna eftir umhverfismálunum í öllu okkar starfi og er eins konar umhverfissáttmáli leikskólans.

Ellulagið

(Lag: Grænt, grænt, grænt er grasið út í haga)

(texti: Elsa Rún)

Velkomin Ella, á deildina okkar,

viltu kenna okkur að flokka,

:: minnka mengun, plastnotkun og sóun

og styrkja þjóð að sjálfbærri þróun.::

 

 Hér má finna umhverfissáttmála Fífuborgar

 

 

 

 

Skipulagsdagar Fífuborgar 2022 - 2023

 

  • Fim. 22. september 2022. 
  • Fös. 25. nóvember 2022.
  • Mán. 06. febrúar 2023. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
  • Mið. 19. apríl 2023. Námsferð starfsmanna.
  • Fös. 21. apríl 2023. Námsferð starfsmanna.
  • Mið. 10. maí 2023. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
 HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small
                                                               Vináttubangsi                                                                                   VINÁTTA