Evrópukort unnið

Síðustu daga hafa börnin á Dvergheimum og Hulduheimum verið að vinna Evrópukort og stafi til að skreyta Nordplusvegginn okkar. 

Stafirnir verða notaðir til að búa til orðið "Nordplus" og mun Evrópukortið hanga fyrir neðan það. Í þessu ferli hafa börnin komist að ýmsu fróðlegu eins og til dæmis hvað Ísland er langt frá hinum löndunum og að það er ekkert annað land við hliðina á því!

Fleiri myndir má sjá á myndasíðunni undir möppu sem heitir Nordplus.

007 Medium 030 Medium 082 Medium

Baltic and Nordic children smile the same

viimaneuusLeikskólinn hefur nú byrjað samstarf við leikskóla í 4 löndum í Evrópu. Löndin eru: Eistland, Litháen, Noregur og Svíþjóð. Nordplus Junior styrkir verkefnið.

Verkefni snýst um að miðla menningu og þjóðlegum siðum hvers lands fyrir sig. Áætlað er að verkefnið standi yfir í eitt ár. Hér verða settar inn upplýsingar um gang verkefnisins en einnig verða myndir og myndbönd birt á myndasíðu Fífuborgar. Verkefnin verða unnin að mestu leyti á eldri deildunum en yngri börnin munu þó koma eitthvað að vinnunni.

Í salnum verður einn veggur tileinkaður verkefninu og þar verða sýnishorn af verkum barnanna hengd upp ásamt fánum þeirra landa sem taka þátt.

Núna er verið að vinna með hugmyndir að "logoi" fyrir verkefnið og erum við búin að senda okkar tillögu til Litháen sem stjórnar verkefninu. Logoið verður svo valið á af kennurum á fundi sem haldinn verður í Svíþjóð í nóvember.

Ef einhverjar spurningar eru varðandi verkefnið þá endilega talið við deildarstjóra eða Ásgerði sem er verkefnisstjóri.

  • 1
  • 2

Skipulagsdagar Fífuborgar skólaárið 2018 – 2019

Fös. 14. september 2018.
Mið. 17. október 2018. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
Fös. 30. nóvember 2018.
Fös. 11. janúar 2019.
Má. 18. mars 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
Fö. 24. maí 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi