Litháen

logoÍ mars höfum við kynnst Litháen. Við höfum skoðað litháíska þjóðfánann, kynnt okkur þjóðbúninginn, skoðað merkar byggingar í höfuðborginni Vilnius, skoðað bækur með litháískum orðum og kynnt okkur hvaða dýr lifa í Litháen. Síðustu vikuna í mars fáum við svo hefðbundinn litháískan mat í hádegismat. Það ríkir mikil eftirvænting eftir að fá að bragða á því!

Í lok mars fara Hrund og Ásgerður til Vilnius á fund með samstarfsaðilum okkar í Nordplus Junior verkefninu. Á fundinum miðla viðstaddir því sem gert hefur verið í leikskólum þeirra með mynda- og glærukynningum. Einnig er framgangur verkefnisins ræddur og næstu skref ákveðin. 

Fleiri myndir frá kynningu á Litháen verða settar á myndasíðuna.

535428 IMG 4017 Medium
IMG 3719 Medium  

Skipulagsdagar Fífuborgar 2019 - 2020

 

  • Fös. 06. september 2019.
  • Mið. 02. október 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
  • Fös. 29. nóvember 2019.
  • Fös. 10. janúar 2020.
  • Fös. 07. febrúar 2020. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
  • Mán. 11. maí 2020. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi 
 HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small
                                                               Vináttubangsi                                                                                   VINÁTTA