Litháen

logoÍ mars höfum við kynnst Litháen. Við höfum skoðað litháíska þjóðfánann, kynnt okkur þjóðbúninginn, skoðað merkar byggingar í höfuðborginni Vilnius, skoðað bækur með litháískum orðum og kynnt okkur hvaða dýr lifa í Litháen. Síðustu vikuna í mars fáum við svo hefðbundinn litháískan mat í hádegismat. Það ríkir mikil eftirvænting eftir að fá að bragða á því!

Í lok mars fara Hrund og Ásgerður til Vilnius á fund með samstarfsaðilum okkar í Nordplus Junior verkefninu. Á fundinum miðla viðstaddir því sem gert hefur verið í leikskólum þeirra með mynda- og glærukynningum. Einnig er framgangur verkefnisins ræddur og næstu skref ákveðin. 

Fleiri myndir frá kynningu á Litháen verða settar á myndasíðuna.

535428 IMG 4017 Medium
IMG 3719 Medium  

Eistland

logo

Í janúar og fyrrihluta febrúar ætlum við að kynnast Eistlandi. Við höfum skoðað fánann þeirra, nokkrar merkilegar byggingar í Tallin sem er höfuðborgin í Eistlandi og lært nokkur orð á eistnesku.

Við höfum líka skoðað þjóðbúninginn þeirra og gert okkar útgáfu af honum eins og sjá má á Nordplusveggnum okkar. Eins höfum við komist að því að í Eistlandi er forseti alveg eins og á Íslandi.

Í byrjun febrúar ætlum við að vera með ekta eistneska súpu í hádeginu og verður spennandi að smakka hana!

Fleiri myndir má sjá á myndasíðunni.

images IMG 3886 Medium
IMG 4019 Medium IMG 3517 Medium

Svíþjóð

Í nóvember höfum við fræðst um Svíþjóð. Við höfum meðal annars lært að það eru kóngur og drottning þar og hvenig þjóðfáni Svíþjóðar lítur út. Við höfum fengið sænskar kjötbollur í hádegismatinn og lesið bækur eftir sænska rithöfunda s.s. Astrid Lindgren og Gunillu Bergström. Þá höfum við líka kynnt okkur hvernig sænski þjóðbúningurinn lítur út.

IMG 2906 Medium IMG 3310 Medium
IMG 4581 Medium IMG 3528 Medium

Desember

Í desember höfum við búið til jólakort til að senda vinum okkar í Nordplus Junior verkefninu. Við munum fjalla um jólahefðir í hverju landi fyrir sig en öll löndin áttu að senda hvert öðru upplýsingar um sínar hefðir.

Einnig er verið að útbúa sameiginlegt dagatal fyrir árið 2014 og kom það í okkar hlut að útbúa janúar og ágústmánuð. Ætlunin er að á dagatalinu komi fram í hvaða þjóðlegu hefðum börnin taka þátt þessa mánuði. 

Hér má sjá mikla einbeitingu þegar jólakortin voru unnin. Fleiri myndir eru á myndasíðunni.

IMG 3268 Medium IMG 3488 Medium

Upplýsingar á ensku

Her má finna upplýsingar á ensku um verkefnið okkar. Here are some informations about our project in english.

Nordplusmerki

  • 1
  • 2

Skipulagsdagar Fífuborgar 2022 - 2023

 

  • Fim. 22. september 2022. 
  • Fös. 25. nóvember 2022.
  • Mán. 06. febrúar 2023. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
  • Mið. 19. apríl 2023. Námsferð starfsmanna.
  • Fös. 21. apríl 2023. Námsferð starfsmanna.
  • Mið. 10. maí 2023. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
 HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small
                                                               Vináttubangsi                                                                                   VINÁTTA