Leikskólastarf - Aðlögun

Article Index

Aðlögun
Í Fífuborg er stuðst við þátttökuaðlögun þegar börn byrja í leikskólanum. Eins og heitið ber með sér er hér átt við aðlögun þar sem foreldrar taka virkan þátt í starfi leikskólans á aðlögunartímanum. Miðað er við að þeir dvelji með börnum sínum í þrjá daga en á fjórða degi kveðja börnin foreldra sína að morgni og eru allan daginn í leikskólanum.

Kostir þessa forms aðlögunar eru þeir að þarna gefst starfsfólki tækifæri til að læra af foreldrum um hverjar eru venjur barnsins þeirra. Einnig verða foreldrar öruggari ef þeir vita að barninu sínu í öruggum höndum einhvers sem þeir hafa myndað tengsl við.

Að sjálfsögðu er tekið mið af hverjum einstakling í aðlöguninni og getur því stundum þurft að lengja hana.

Aðlögunin í Fífuborg fer fram á eftirfarandi hátt:
Dagur 1: Barn og foreldri dvelja í leikskólanum kl. 08.30-12.30
Dagur 2: Barn og foreldri dvelja í leikskólanum kl. 08.30-14.30 (eða þar til barnið vaknar ef það sefur)
Dagur 3: Barn og foreldri dvelja í leikskólanum kl. 08.30-15.30

Skipulagsdagar Fífuborgar 2019 - 2020

 

  • Fös. 06. september 2019.
  • Mið. 02. október 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
  • Fös. 29. nóvember 2019.
  • Fös. 10. janúar 2020.
  • Fös. 07. febrúar 2020. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
  • Fös. 12. júní 2020.
 HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small
                                                               Vináttubangsi                                                                                   VINÁTTA