Leikskólastarf - Val

Article Index

Val
Til að ná markmiðum leikskólans leggjum við áherslu á að börnin fái tækifæri til að velja sér verkefni sjálf.
Þess vegna er höfuðáhersla lögð á valkerfi í leikskólastarfinu.

Með því að hafa val ýtum við undir sjálfstæði barnanna og skilning þeirra á því að þau hafa áhrif á eigið líf. Við hvetjum börnin til að velja sjálf og taka ábyrgð á eigin vali. Valið stuðlar að því að börnin þori og vilji takast á við hið óþekkta og verði gagnrýnir einstaklingar sem geta valið og hafnað í lífinu.

Við leggjum áherslu á að börnin standi við val sitt en við viljum líka að þau viti að það má skipta um skoðun
og að umhverfið býður upp á sveigjanleika. Þess vegna geta börnin valið sér nýtt svæði ef áhuga og/eða úthaldskortir. Það köllum við endurval.

Öll börn sem orðin eru þriggja ára fara í val. Byrjað er á að fara í valstund þar sem er sungið, farið í leiki og
rætt um hvað hægt sé að gera í valinu. Börnin fá svo hvert af öðru afhent spjald með nafninu sínu á sem þau nota þegar þau velja. Lögð er áhersla á að börnin læri að þekkja nafn sitt af spjaldinu og eins er skipst á hver fær að velja fyrstur. Í miðrými leikskólans er ein stór valtafla. Þangað koma börnin af deildum til að velja sér leiksvæði.Fyrir hvert valsvæði er ljósmynd sem táknar svæðið. Börnin setja nafnspjöldin sín fyrir neðan mynd þess svæðis sem þau kjósa að fara á. Val barnanna er skráð niður og leikskólakennarar skoða svo skráninguna reglulega til að athuga hvort valið er fjölbreytt. Ef svo er ekki hafa þeir áhrif á það með því að gera svæðin sem barnið forðast áhugaverð fyrir það.

 

Helstu valsvæði

  

Skipulagsdagar Fífuborgar 2019 - 2020

 

  • Fös. 06. september 2019.
  • Mið. 02. október 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
  • Fös. 29. nóvember 2019.
  • Fös. 10. janúar 2020.
  • Fös. 07. febrúar 2020. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
  • Fös. 12. júní 2020.
 HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small
                                                               Vináttubangsi                                                                                   VINÁTTA