Leikskólastarf

Article Index

Áherslur í okkar starfi
Í Fífuborg er lögð áhersla á að barnið sé virkur, skapandi einstaklingur sem er fær um að velja og hafna í lífinu.

Unnið er í gegnum valkerfi og hópastarf. Í valinu hvetjum við barnið til að velja sjálft og taka ábyrgð á því vali.  Þannig stuðlum við að því að barnið þori og vilji takast á við hið óþekkta, verði gagnrýninn einstaklingur sem getur valið og hafnað.  Þá leggjum við áherslu á að barnið standi við val sitt en, viljum líka að barnið viti að það má skipta um skoðun og því höfum við "endurval" þ.e. að barnið getur valið nýtt viðfangsefni.  Með því viljum við að barnið skilji að ekkert er óbreytanlegt.

Við leggjum áherslu á valið en til að halda betur um ákveðna þroskaþætti hjá börnunum erum við líka með hópastarf.  Þar er áherslan á það að börnin læri að vinna í hóp og taki tillit til hvers annars.  Í hópastarfinu er unnið með gróf- og fínhreyfingar.


pdfDagskipulag Fífuborgar


Hópastarf
Hver deild á sinn hópastarfsdag. Hulduheimar eru með hópastarf á þriðjudögum, Dvergheimar á miðvikudögum, Álfheimar á fimmtudögum og Ljósheimar á mánudögum og föstudögum.

Hópastarfinu er skipt upp í þema og hreyfistund og er þar lögð áhersla á að vinna með fínhreyfingar og grófhreyfingar.

Hópastarfið hefst kl. 9:40 og er mikilvægt að börnin séu mætt fyrir þann tíma.

Námsskrá 1.árs og 2. ára barna

Námsskrá 3.-4. ára barna

Námsskrá 4.-5 ára barna

Námskkrá 5-6 ára barna


Könnunarleikurinn
Börnin á Ljósheimum og 2. ára börnin á Álfheimum fara í KÖNNUNARLEIKINN (Heuristic Play with Objects)
Leikur að óvæntum efnivið, þar sem börnunum eru gefnir möguleikar á að kanna, uppgötva, velja og hafna, og vinna með líka og ólíka hluti.

Í Könnunarleiknum er börnunum skipt í 4-5 barna hópa og fer hver hópur í könnunarleikinn einu sinni í viku.  Og er allur efniðviður sem tengist honum í innri stofunni á Ljósheimum.


Könnunaraðferðin
Á öllum deildum unnið með KÖNNUNARAÐFERÐINA.  Könnunaraðferðin (e. project approach) miðar að virkri þátttöku barnanna í þemavinnu þar sem unnið er með eitt hugtak eða efni, t.d. vináttuna, líkamann eða árstíð.
Markmið könnunaraðferðarinnar er að komast að því hvað börnin vita um tiltekið þema/viðfangsefni og fá þau að rannsaka á sínum eigin forsendum.  Með athugunum og rannsókn fer fram ákveðin þekkingarleit hjá börnunum.  Markmiðið er síðan að draga fram það sem börnin hafa lært, nýjar hugmyndir þeirra, hugsanir og hvað annað hefur fangað huga þeirra í sambandi við viðfangsefnið.


Söguaðferðin
Hér getið þið skoðað sögurammann pdfUmhverfi og fólk
Hér er söguramminn pdfÍsland áður fyrr


Val
Til að ná markmiðum leikskólans leggjum við áherslu á að börnin fái tækifæri til að velja sér verkefni sjálf.
Þess vegna er höfuðáhersla lögð á valkerfi í leikskólastarfinu.

Með því að hafa val ýtum við undir sjálfstæði barnanna og skilning þeirra á því að þau hafa áhrif á eigið líf. Við hvetjum börnin til að velja sjálf og taka ábyrgð á eigin vali. Valið stuðlar að því að börnin þori og vilji takast á við hið óþekkta og verði gagnrýnir einstaklingar sem geta valið og hafnað í lífinu.

Við leggjum áherslu á að börnin standi við val sitt en við viljum líka að þau viti að það má skipta um skoðun
og að umhverfið býður upp á sveigjanleika. Þess vegna geta börnin valið sér nýtt svæði ef áhuga og/eða úthaldskortir. Það köllum við endurval.

Öll börn sem orðin eru þriggja ára fara í val. Byrjað er á að fara í valstund þar sem er sungið, farið í leiki og
rætt um hvað hægt sé að gera í valinu. Börnin fá svo hvert af öðru afhent spjald með nafninu sínu á sem þau nota þegar þau velja. Lögð er áhersla á að börnin læri að þekkja nafn sitt af spjaldinu og eins er skipst á hver fær að velja fyrstur. Í miðrými leikskólans er ein stór valtafla. Þangað koma börnin af deildum til að velja sér leiksvæði.Fyrir hvert valsvæði er ljósmynd sem táknar svæðið. Börnin setja nafnspjöldin sín fyrir neðan mynd þess svæðis sem þau kjósa að fara á. Val barnanna er skráð niður og leikskólakennarar skoða svo skráninguna reglulega til að athuga hvort valið er fjölbreytt. Ef svo er ekki hafa þeir áhrif á það með því að gera svæðin sem barnið forðast áhugaverð fyrir það.

 

Helstu valsvæði

  


Aðlögun
Í Fífuborg er stuðst við þátttökuaðlögun þegar börn byrja í leikskólanum. Eins og heitið ber með sér er hér átt við aðlögun þar sem foreldrar taka virkan þátt í starfi leikskólans á aðlögunartímanum. Miðað er við að þeir dvelji með börnum sínum í þrjá daga en á fjórða degi kveðja börnin foreldra sína að morgni og eru allan daginn í leikskólanum.

Kostir þessa forms aðlögunar eru þeir að þarna gefst starfsfólki tækifæri til að læra af foreldrum um hverjar eru venjur barnsins þeirra. Einnig verða foreldrar öruggari ef þeir vita að barninu sínu í öruggum höndum einhvers sem þeir hafa myndað tengsl við.

Að sjálfsögðu er tekið mið af hverjum einstakling í aðlöguninni og getur því stundum þurft að lengja hana.

Aðlögunin í Fífuborg fer fram á eftirfarandi hátt:
Dagur 1: Barn og foreldri dvelja í leikskólanum kl. 08.30-12.30
Dagur 2: Barn og foreldri dvelja í leikskólanum kl. 08.30-14.30 (eða þar til barnið vaknar ef það sefur)
Dagur 3: Barn og foreldri dvelja í leikskólanum kl. 08.30-15.30


Gönguferðadagar
Hver deild á einn gönguferðadag í viku.  Ljósheimar og Dvergheimar á mánudögum, Álfheimar á miðvikudögum og Hulduheimar á föstudögum.  Hér fyrir neðan má nálgast markmiðin okkar með gönguferðunum.  Fyrir allan aldur.

pdfMarkmið gönguferða


Barn vikunnar

Öll börn eru valin einu sinni á vetri til að vera barn vikunnar. Þetta verkefni er hugsað sem tengingu á milli heimilis og leikskóla. Við fáum að kynnast heimamenningu allra barnanna, hvort sem þau koma frá öðru landi, dreifbýlinu eða Reykjavík. 

Börnin fá að vita í vinastund á föstudegi hverjir verða börn vikunnar á eftir. Þá fá þau afhentar dúkkur sem bera sitthvort nafnið eftir deildum. Dúkkan fer með þeim heim yfir helgina ásamt dagbók sem foreldrar eru beðnir að skrifa í með barninu. Kennari fer síðan yfir það með barninu ásamt hinum börnunum á deildinni á mánudeginum. Í þessari viku er athyglinni beint sérstaklega að barni vikunnar en það fær að komna með bók, leikfang og fleira í leikskólann til að sýna hinum.

Nánari upplýsingar má finna hér:

Barn vikunnar


Í Fífuborg er unnið eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hér að neðan má lesa hvaða greinar er helst unnið með og dæmi um hvaða leiðir eru farnar til að ná þeim fram.

Barnasáttmálinn


Samskipti - agi

Skipulagsdagar Fífuborgar 2019 - 2020

 

  • Fös. 06. september 2019.
  • Mið. 02. október 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
  • Fös. 29. nóvember 2019.
  • Fös. 10. janúar 2020.
  • Fös. 07. febrúar 2020. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
  • Fös. 12. júní 2020.
 HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small
                                                               Vináttubangsi                                                                                   VINÁTTA