Bernskulæsi

 

Bernskulæsi2Málþroskinn þróast hratt á leikskólaárunum og mikilvægur grunnur er lagður að alhliða þroska barna á þessum árum. Þessi grunnur undirbýr þau fyrir ýmis flókin viðfangsefni síðar á ævinni, meðal annars lestrarnám. Góður málþroski á leikskólaaldri er talinn auka líkur á farsælu lestarnámi. Bernskulæsi (e. emergent literacy) vísar til þróunar á mikilvægum undirstöðuþáttum lestrarfærni áður en formleg lestarkennsla hefst. Þessi þróun felur í sér að börn byrji mjög ung að sýna tal- og ritmáli áhuga og að þau tileinki sér vissa þekkingu í undirstöðuþáttum lestarfærni áður en þau byrja í grunnskóla, meðal annars orðaforða, bókstafaþekkingu, hljóðkerfisvitund, málskilning/hlustunarskilning og máltjáningu. Börn byrja ung að skilja tilgang ritmáls og sjónræna uppbyggingu þess, m.a. að textinn byrjar efst á síðu og endar neðst og að hann er lesinn frá vinstri til hægri. Mörg þeirra byrja að skilja að bókstafir hafa ákveðið hlutverk og byrja að læra fyrstu bókstafina á þessum árum. Seinna tengja þau bókstafi við hljóð þeirra og byrja jafnvel að hljóða sig í gegnum einföld orð. Rannsóknir sýna að leikskólabörn vita og kunna margt um lestur við upphaf skólagöngu.

Í leikskólanum Fífuborg fer fram nám sem leggur góðan grunn að þróun bernskulæsis. Sérstök áhersla er lögð á að efla grunnþætti bernskulæsis. s.s. orðaforða, bókstafaþekkingu, hljóðkerfisvitund, málskilning/hlustunarskilning og máltjáningu í gegnum leik og skipulagt starf. Barnið er í brennidepli og unnið er með því út frá stöðu þess, reynslu og áhugasviði. Lögð er áhersla á fjölbreytta vinnu með bernskulæsi og að barnið hafi gott aðgengi að læsis- og ritmálsörvandi efnivið. Meðal annars er gott aðgengi að fjölbreyttum bókum og lesið er daglega fyrir barnið í lesstund. Sungið er daglega í söngstund og oft er unnið með vísur og þulur í samverustundum. Íslenskukunnátta barna með annað móðurmál en íslensku er efld til að þau geti orðið virkir þátttakendur í samfélaginu og leitast er við að styðja við og efla móðurmál þeirra í góðu samstarfi við foreldra. (sjá nánar í Læsisáætlun Fífuborgar á vefsíðu leikskólans).

Skóla- og frístundasvið hefur í samstarfi við Árósarborg gefið út fjóra bæklinga fyrir foreldra um málþroska, mál- og lesskilning barna.

Sjá nánar á síðu reykjavik.is

http://reykjavik.is/frettir/nyir-baeklingar-fyrir-foreldra-um-malthroska-barna-og-lesskilning

 

Heimildir

Amalía Björnsdóttir, Ingibjörg Símonardóttir og Jóhanna Einarsdóttir. (2003). Þróun HLJÓM-2 og tengsl þess við lestrarfærni og ýmsa félagslega þætti. Uppeldi og menntun, Tímarit K.H.Í., 12, 9-30.

Dickinson, D., Freiberg, J. og Barnes, E. (2011). Why are so few interventions really effective?: A call for fine-grained research methodology. Í Susan B. Neuman and David K. Dickinson (ritstjórar), Handbook of early literacy research. (Vol. 3, bls. 337–357). New York: The Guilford Press.

Freyja Birgisdóttir. (2010). Kennsla um orðhluta eykur orðskilning nemenda á yngsta stigi grunnskólans. Uppeldi og menntun, 19, 33-50.

Gerður G. Óskarsdóttir. (2012). Skil skólastiga: Frá leikskóla til grunnskóla og grunnskóla til framhaldsskóla. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Gunn, B., Simmons, D. og Kameenui, E. (1995). Emergent literacy: Synthesis of the research. Sótt í september 2013 af http://www.researchconnections.org/childcare/resources/2776/pdf%3b%0bjsessionid=F9953602F27AA733C2194693DE06A9F8

Jóhanna Einarsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir (2011). ,,Við hugsum kannski meira um námið sem leikurinn felur í sér”. Starfendarannsókn um tengsl leiks og læsis í leikskóla. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Sótt í janúar 2014 af http://netla.hi.is/greinar/2011/ryn/007.pdf

Scarborough, H. (2002). Connecting early language and literacy to later reading (dis)abilities: Evidence, theory, and practice. Í Susan B. Neuman and David K. Dickinson (ritstjórar), Handbook of Early Literacy Research. (bls. 97 – 110). New York: The Guilford Press.

Whitehurst, G. Lonigan, C. (2002). Emergent Literacy: Development from Prereaders to Readers. Í S. B. Neuman and D. K. Dickinson (ritstjórar), Handbook of Early Literacy Research (bls. 11-30). New York: The Guilford Press.

Skipulagsdagar Fífuborgar 2022 - 2023

 

  • Fim. 22. september 2022. 
  • Fös. 25. nóvember 2022.
  • Mán. 06. febrúar 2023. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
  • Mið. 19. apríl 2023. Námsferð starfsmanna.
  • Fös. 21. apríl 2023. Námsferð starfsmanna.
  • Mið. 10. maí 2023. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
 HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small
                                                               Vináttubangsi                                                                                   VINÁTTA