Leikskólastarf

Article Index

Áherslur í okkar starfi
Í Fífuborg er lögð áhersla á að barnið sé virkur, skapandi einstaklingur sem er fær um að velja og hafna í lífinu.

Unnið er í gegnum valkerfi og hópastarf. Í valinu hvetjum við barnið til að velja sjálft og taka ábyrgð á því vali.  Þannig stuðlum við að því að barnið þori og vilji takast á við hið óþekkta, verði gagnrýninn einstaklingur sem getur valið og hafnað.  Þá leggjum við áherslu á að barnið standi við val sitt en, viljum líka að barnið viti að það má skipta um skoðun og því höfum við "endurval" þ.e. að barnið getur valið nýtt viðfangsefni.  Með því viljum við að barnið skilji að ekkert er óbreytanlegt.

Við leggjum áherslu á valið en til að halda betur um ákveðna þroskaþætti hjá börnunum erum við líka með hópastarf.  Þar er áherslan á það að börnin læri að vinna í hóp og taki tillit til hvers annars.  Í hópastarfinu er unnið með gróf- og fínhreyfingar.

Skipulagsdagar Fífuborgar 2019 - 2020

 

  • Fös. 06. september 2019.
  • Mið. 02. október 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
  • Fös. 29. nóvember 2019.
  • Fös. 10. janúar 2020.
  • Fös. 07. febrúar 2020. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
  • Mán. 11. maí 2020. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi 
 HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small
                                                               Vináttubangsi                                                                                   VINÁTTA