Hagnýtar upplýsingar

Article Index

Veikindi barna
Leikskólinn er ætlaður frískum börnum og er gert ráð fyrir því að þau taki þátt í öllu starfi leikskólans.  Þess vegna getum við ekki tekið á móti veiku barni.

Útiveru er ekki sleppt nema í undantekningartilvikum.  Í leikskóla er alltaf meiri hætta á smiti og útbreiðslu algengra umgangssjúkdóma. Ef barn veikist og fær hita, þarf það að dvelja heima þar til það hefur verið hitalaust í 1-2 sólarhringa. Fái barn smitandi sjúkdóm verður það að dvelja heima þar til smithætta er liðin hjá.  Þetta er nauðsynleg ráðstöfun til að forðast útbreiðslu sjúkdóma í leikskólanum og sjálfsögð tillitsemi við önnur börn.  Ef barn veikist í skólanum er hringt í foreldra, því er mjög mikilvægt að við höfum rétt símanúmer. Ef barn er fjarverandi samfellt í mánuð vegna veikinda, er hægt að óska eftir niðurfellingu á gjaldi um helming, en framvísa þarf læknisvottorði. Mjög mikilvægt er að tilkynna til leikskóla ef barn er frá vegna veikinda.

Skipulagsdagar Fífuborgar 2019 - 2020

 

  • Fös. 06. september 2019.
  • Mið. 02. október 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
  • Fös. 29. nóvember 2019.
  • Fös. 10. janúar 2020.
  • Fös. 07. febrúar 2020. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
  • Mán. 11. maí 2020. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi

 

 HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small
                                                               Vináttubangsi                                                                                   VINÁTTA