Hagnýtar upplýsingar

Article Index

Hér til hliðar má sjá ýmsar gagnlegar upplýsingar.


 Foreldrahandbók Fífuborgar

Hér má nálgast Foreldrahandbók Fífuborgar (bækling) sem inniheldur helstu upplýsingar um Fífuborg

Leikskólataskan
Það er að ýmsu að huga varðandi klæðnað og annan útbúnað sem börnin þurfa daglega að hafa með sér í leikskólann. Passa þarf uppá að allt sé greinilega merkt með nafni barnsins.Öll börn fá kassa fyrir ofan hólf þeirra og í þeim eru geymd aukaföt og annað sem tilheyrir þeim. Börnin þurfa að hafa til staðar útiföt fyrir allar gerðir veðurs. Gott er að fara reglulega yfir kassana og að sjálfsögðu að bæta í þá eftir þörfum. Leikskólinn á takmarkað af lánsfötum og því verður hringt í foreldra ef það vantar föt.

Það sem er í kössunum má alltaf vera en hólfin þarf að tæma á föstudögum.


Barninu fylgt inn á deild
Það eru vinsamleg tilmæli að börnunum sé alltaf fylgt inn á deild þegar þau koma í leikskólann,  þar sem starfsmenn taka á móti þeim og víst er að þau eru komin í öruggar hendur. Á sama hátt er nauðsynlegt að láta starfsmenn deildar vita þegar börn eru sótt.


Vistunartími barna
Gerður er vistunar­sam­ningur  um dvalar­tíma barns í leik­skólanum.  Sá dvalartími sem er í vistunar­samningi er sá tími sem bar­nið getur dvalið í leik­skólanum dag hvern.  Nauðsyn­legt er að þessi tími sé virtur því vinnu­tími starfs­manna er miðaður út frá dvalar­tíma barna.

Komi í ljós að breyta þurfi um dvalar­tíma þurfa foreldrar að óska eftir því á rafrænni Reykjavík.  Breytingar á dvalar­tíma þarf að gera með eins mánaðar fyrirvara og miðast við 15. hvers mánaðar eða mánaðamót.

Upp­sögn á leik­skóla­plássi þarf að gera skrif­lega með eins mánaðar fyrir­vara og miðast við 15. hvers mánaðar eða mánaða­mót.


Afmæli
Þegar afmæli er mega börnin koma með ávexti eða grænmeti til að bjóða deildinni sinni. Hver deild sér svo um að gera daginn eftirminnilegan fyrir barnið.  Það fær að gera kórónu, vera umsjónarmaður, velja fyrst og fl.  Á föstudögum, í vinastund er svo sungið fyrir þau börn sem hafa átt afmæli í vikunni.


Veikindi barna
Leikskólinn er ætlaður frískum börnum og er gert ráð fyrir því að þau taki þátt í öllu starfi leikskólans.  Þess vegna getum við ekki tekið á móti veiku barni.

Útiveru er ekki sleppt nema í undantekningartilvikum.  Í leikskóla er alltaf meiri hætta á smiti og útbreiðslu algengra umgangssjúkdóma. Ef barn veikist og fær hita, þarf það að dvelja heima þar til það hefur verið hitalaust í 1-2 sólarhringa. Fái barn smitandi sjúkdóm verður það að dvelja heima þar til smithætta er liðin hjá.  Þetta er nauðsynleg ráðstöfun til að forðast útbreiðslu sjúkdóma í leikskólanum og sjálfsögð tillitsemi við önnur börn.  Ef barn veikist í skólanum er hringt í foreldra, því er mjög mikilvægt að við höfum rétt símanúmer. Ef barn er fjarverandi samfellt í mánuð vegna veikinda, er hægt að óska eftir niðurfellingu á gjaldi um helming, en framvísa þarf læknisvottorði. Mjög mikilvægt er að tilkynna til leikskóla ef barn er frá vegna veikinda.


Lyfjagjöf á leikskólatíma
Sú meginregla gildir í leikskólum Reykjavíkurborgar að lyf eru ekki gefin í leikskólanum heldur er mælst til að lyfjagjöf sé skipulögð þannig að gefa megi lyf eingöngu heima fyrir. Í einstaka tilfellum getur þó verið nauðsynlegt að haga lyfjagjöf með öðrum hætti og biðjum við foreldra um að hafa samráð við deildarstjóra ef svo háttar.


Opnunartími leikskólans
Leikskólinn er opinn frá 7:30 - 17:00 alla virka daga.


Sumarfrí
Á vef Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur eru almennar upplýsingar um sumarfrí barna.


Reglur um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög

Hér má nálgast reglur um þessi samskipti

 Börn og svefn

Margir foreldrar leggja mikið á sig til þess að minnka miðdegissvefn barna sinni í góðri trú um að það sé nauðsynlegt til þess að barnið sofni fyrr á kvöldin.

Margar rannsóknir sýna að um helmingur foreldra reyna að minnka eða hindra það að barnið sofni eftir hádegi eða vekja barnið í miðjum svefni því þeir óttast það að ef barnið sofi eftir hádegi þá eyðileggi það nætursvefninn. En samkvæmt Vibeke Mannische lækni og rithöfundi bókarinnar Børns søvn-din lille sovetryn (Svefn barna-litla svefnburkan þín) er hádegissvefninn mjög mikilvægur til þess að barnið fái góðan nætursvefn. Fái barn ekki hádegissvefn verður það orðið mjög þreytt seinni hluta dags og aukning verður á stresshormóninu kortisol, sem undir eðlilegum kringustæðum minnkar á næturnar og eykst svo að morgni til. Þegar barnið verður of þreytt eykst stresshormónið sem þýðir það að barnið á erfiðara en annars með að sofna. Þegar barnið er orðið mjög þreytt veldur það stressi og stresshormóna magnið eykst fyrir svefninn sem þýðir að barnið á erfiðara með að sofna. Mikilvægt er að skoða hversu margra klukkutíma svefn barnið er að fá í heild á sólarhring.

Foreldrum hættir til að vanmeta svefnþörf barna og oft hafa börn þörf fyrir meiri svefn en þau fá. Hádegissvefn er náttúruleg þörf og hluti af heildarsvefnþörf barns á sólarhring. Vibeke bætir því við í bókinni sinni um svefn barna, að meira að segja börn allt upp að 5 ára aldri geta haft þörf fyrir svefn eftir hádegi vegna uppsafnaðs langtíma skorts á svefni.

Samkvæmt Vibeke er hádegissvefninn jafn mikilvægur og matur og ekki æskilegt að vekja barn í miðjum svefni. Hún líkir því við það að taka matardiskinn frá barni þegar barnið er búið að borða helminginn af matnum sínum. Þegar barnið er vakið eftir t.d. klukkustund þá er barnið í miðjum djúpsvefni og það hefur óæskileg áhrif á líðan barnsins í leik og starfi, það verður stressað , pirrað , og órólegt sem hefur áhrif á samskipi þess við börn og fullorðna.

Hádegissvefn barna er líka oft kærkomin hvíld frá annríki, hávaða og stressi sérstaklega í leikskóla umhverfi.

Hér kemur listi yfir svefnþörf barna eftir aldri:

6-12 mánaða börn 14-15 tímar

1-3 ára börn 12-14 tímar

3-6 ára börn 10-12 tímar

Þýtt af Sæunni Elfu Pedersen úr danskri grein eftir Vibeke Mannische.

 

Skipulagsdagar Fífuborgar 2019 - 2020

 

  • Fös. 06. september 2019.
  • Mið. 02. október 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
  • Fös. 29. nóvember 2019.
  • Fös. 10. janúar 2020.
  • Fös. 07. febrúar 2020. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
  • Mán. 11. maí 2020. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi

 

 HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small
                                                               Vináttubangsi                                                                                   VINÁTTA