Leikskólinn er lokaður allan daginn 9. maí vegna skipulagsdags. Dagurinn verður nýttur í starfsmannafund þar sem farið verður yfir fjölmenningaráætlun Fífuborgar, grænfánaverkefnið ásamt öðrum málefnum. Starfsfólk fær fyrirlestur um læsi og hvert hlutverk starfsfólks er í leik sem eflir læsi. Starfsmenn frá Miðju máls og læsis munu flytja okkur þennan fyrirlestur. Einnig verða deildarfundir og endurmat.
04 Maí2022