Allir skemmtu sér vel á þorrablóti Fífuborgar, bæði börn og kennarar. Börnin bjuggu til þorrahatta/kórónur og mörg þeirra komu í einhverju þjóðlegu í leikskólann, s.s. lopapeysu, lopasokkum og einn kennari kom í þjóðbúning og nokkrir í þjóðlegum svuntum. Hulduheimar fóru inn á allar deildar og sungu fyrir börnin lagið um þorramatinn og lagið Nú er úti norðan vindur. Í hádeginu var þorrablót en boðið var upp á grjónagraut og slátur og þeir sem vildu gátu smakkað þorramat t.d hákarl, sviðasultu, hrútspunga og harðfisk.
22 Jan 2021