Tröllheimar

Stelpur í drullufótabaði við Reynisvatn

 

Tröllheimar eru auka deild sem er starfrækt í salnum á sumrin fyrir elstu börnin (5-6 ára).

Á mánu- og miðvikudögum förum við í lengri ferðir með nesti. Miðað er við að önnur ferðin sé heimsókn t.d. á safn eða Alþingishúsið en hin sé innan Grafarvogsins, t.d. í Gufunesbæ eða fjöruferð. Við höfum smurt brauð með í nesti og borðum það í hádegismatinn og fáum svo heitan mat í kaffitímanum. Miðað er við að koma aftur á Fífuborgina um kl. 14.

Börnin þurfa að koma með lítinn bakpoka og vatnsflösku sem þau geta tekið með í ferðirnar. Tómar gosflöskur með skrúfuðum tappa hafa reynst best. Af gefnu tilefni er tekið fram að það má bara vera vatn í flöskunum. Börnin þurfa að vera mætt kl. 9:30 til þess að fara með í ferðirnar.

Markmiðin með þessum ferðum eru að:

· bjóða elstubörnunum upp á fjölbreytt og krefjandi verkefni (náttúruskoðun og
heimsóknir)

· auka öryggi þeirra og sjálfstæði utan leikskólans

· auka þol og úthald

Á Fífuborg er hefð fyrir því að börnin kveðji með ávaxtaveislu. Þau mega því koma með ávexti
síðasta daginn sinn og halda veislu með börnunum og starfsfólkinu sem hefur
verið með þeim í allan vetur.

Starfsmenn á Tröllheimum sumarið 2017 eru: Halldóra Ingólfsdóttir, Hulda Margrét Sigtryggsdóttir, Karlotta Jensdóttir og Sturla Brynjólfsson

Flottur hópur í Alþingisgarðinum

Skipulagsdagar Fífuborgar 2019 - 2020

 

  • Fös. 06. september 2019.
  • Mið. 02. október 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
  • Fös. 29. nóvember 2019.
  • Fös. 10. janúar 2020.
  • Fös. 07. febrúar 2020. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
  • Mán. 11. maí 2020. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi 
 HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small
                                                               Vináttubangsi                                                                                   VINÁTTA