Þessa vikuna byrjaði ný stelpa hjá okkur á Ljósheimum og bjóðum við hana og foreldra hennar velkomin. Börnin tóku að sjálfsögðu vel á móti henni og voru tilbúin til að aðstoða okkur í að kenna henni allt um leikskólalífið.
J var barn þessarar viku og á mánudaginn lásum við hvað hún og Edda höfðu gert skemmtilegt saman um helgina. Á miðvikudaginn kom hún með hund sem allir fengu að skoða. Það var hægt að ýta á allskonar takka á honum og þá sagði hann eitthvað eða söng, mjög skemmtilegt fannst þeim. Á fimmtudaginn lásum við svo Bangsabókina sem hún kom með.
Þessi vika var hvít litavika og gerðu börnin hvítar myndir. Við vorum svo með hvítt ball og var það rosafjör.
Takk fyrir vikuna. Kveðja Birna, Hanna Stína, Guðrún, Jóna Maja og Ásta.