Nýjar myndir á myndasíðunni.
Barn liðinnar viku var ES.
Þessi vika gleymist líklega ekki í bráð og ekki að undra. Jarðskjálftaæfing og alvöru viðbrögð við jarðskjálfta. Hver hefði trúað þessu ? Við settumst niður eftir matinn og hlustuðum á hádegisfréttir á RÚV. Þar var nefnilega símaviðtal við Helgu 😊
A-hópur fór í fyrstu strætóferð vetrarins . Við skoðuðum garðinn hjá BM-Vallá á Breiðhöfða; Fornalund. Þetta ferðalag tengist þemanu okkar óbeint. BM-Vallá framleiðir nefnilega milliveggjaplötur úr Hekluvikri. Við gátum samt ekki skoðað plöturnar en garðurinn var skemmtilegur og dálítið ævintýralegur (myndir koma síðar).
Svona var vikan nokkurn veginn: Púsl, eininga- og holukubbar, hárgreiðsludót, leikur með dýr, málningarvinna, „dúkkó“ (sem við reynum að kalla hlutverkaleik), kúluspil, leir, málörvun, sjónvarpsviðtöl, strætóferð , „skólaverkefni“, kúlubraut, sögustundir svo eitthvað sé nefnt. Gleymum ekki útiverunni.
Takk fyrir vikuna og góða helgi !
Kveðja, Hulduheimastarfsfólkið