Það er alltaf gleði og gaman hjá okkur á Dvergheimum.
R.M. og A.Ö. hafa bæði fagnað 4 ára afmæli í apríl og buðu krökkunum í ljúffenga ávaxtaveislu. Innilega til hamingju með daginn!
Við höldum áfram að skoða heimili barnanna í gönguferðum og fórum í göngutúr um nokkrar götur í Rimahverfinu.
Ella umhverfisdúkka hefur kíkt tvisvar í heimsókn. Í annað skiptið því hún frétti að krakkarnir á Dvergheimum væru að safna skvísutöppum til að leika með. Það fannst Ellu mjög sniðugt og hún sagði krökkunum að það væri gott fyrir jörðina ef við gætum endurnotað hluti þannig að þeir væru ekki rusl. Einnig hefur lagið "piss, kúkur, klósettpappír" átt nokkrum vinsældum að fagna á Dvergheimum og Ella er heldur betur ánægð með það lag því að þá er ekkert að fara í klósettið og sjóinn sem á ekki að gera það eins og blautþurrkur. Börnunum fannst þó vissara að taka fram að æla og prump má fara í klósettið. Þetta hressa lag má finna hér https://www.youtube.com/watch?v=fGrZwCcDz_w
Lubbi hefur ekki látið sig vanta og í þessari viku voru yngri börnin með Hh eins hestur, hlaupa og humla. Eldri börnin voru með K eins og kisa, kaka og kerti.
Hugmyndaríku börnin á Dvergheimum stungu upp á að hafa kennara vikunnar nú þegar öll börnin á deildinni hafa verið börn vikunnar. Í síðustu viku var það Elí Logi og börnunum fannst mjög spennandi að hafa kennara vikunnar. Fyrir næstu viku var Elsa Rún dregin.
Nú líður að hópaslitum þar sem við ljúkum vetrarstarfinu og byrjum á sumarskipulagi. Þá er venjan að börnin flytji lag til að þakka hvert öðru fyrir veturinn. Börnin voru með margar hugmyndir og við kusum um þær. Tvö lög hlutu flest atkvæði og næstu daga munu standa yfir stífar æfingar.
Við látum þetta duga af fréttaglefsum í bili,
Kolla, Karlotta, Elsa, Elí Logi og Lilja Nótt