Kæru foreldrar/forráðamenn,
Eins og flestum ykkar er kunnugt um er starfrækt foreldrafélag við leikskólann Fífuborg sem ber nafnið Fífan. Markmiðið með foreldrasamstarfi í leikskóla er að efla samstarf heimilis og skóla þannig að það leiði af sér öflugra leikskólastarf, bætta líðan nemenda og betri árangur.
Foreldrafélagið er samstarfsvettvangur foreldra barna í leikskólanum þar sem hægt er að koma á framfæri skoðunum foreldra við skólastjórnendur. Foreldrafélagið sér einnig um að skipuleggja foreldrastarfið í leikskólanum. Verkefni þess er m.a. að skipuleggja viðburði í samstarfi við starfsmenn leikskólans, s.s. sveitaferð, leiksýningar, heimsóknir jólasveina á jólaballið, blóm fyrir útskrift elstu barnanna o.fl.
Gjald fyrir skólaárið er 5000 kr. Gefinn er systkinaafsláttur, en þeir sem greiða fyrir tvö börn fá 2500 kr. afslátt, og borga því 7500 kr. Reikningar eru yfirleitt sendir í heimabanka fyrir lok nóvember ár hvert. Reikningsnúmer foreldrafélagsins er: 0324-13-017575 Kennitala: 480596-2779.
Foreldrafélagið byggir starf sitt á þessum greiðslum og við hvetjum alla foreldra/forráðamenn
til þess að greiða félagsgjöldin sem fyrst.
Virðingarfyllst
Foreldrafélag leikskólans
Fífuborgar