Könnun vegna Þjóðhátíðar Fífuborgar

Í byrjun nóvember 2017 var send rafræn könnun til foreldra í Fífuborg til þess að kanna hug þeirra á því hvort bæta ætti við þættinum Þjóðhátíð Fífuborgar í foreldrasamstarfið, þ.e. að foreldrar væru þátttakendur í þjóðhátíðinni sem haldin er í miðjum júní ár hvert.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hafði meirihluti þeirra sem tóku afstöðu áhuga fyrir því að taka þátt í henni. Því var tekin sú ákvörðun að bjóða foreldrum í Fífuborg að taka þátt í þjóðhátíð Fífuborgar þann 15. júní 2018.

Við viljum gjarnan að foreldrar geti haft áhrif á fyrirkomulag þjóðhátíðarinnar. Því var send önnur könnun til

Lesa >>


Appelsínugular og brúnar litavikur

Appelsínugulur

Næstu tvær vikurnar, þ.e. vikuna 17. - 21. september og 24. - 28. september eru appelsínugular og brúnar litavikur í leikskólanum. Unnið verður með appelsínugula og brúna litinn og þeir tengdir við hin ýmsu námssvið leikskólans, s.s. list, tónlist o.fl. Að loknum þessum tveimur vikum verður haldið appelsínugult og brúnt litaball, þ.e. fimmtudaginn 27. september. Þá væri gaman ef börnin kæmu í einhverju appelsínugulu og/eða brúnu í leikskólann.

 

Brúnn

 

Lesa >>


Við minnum á skiplagsdaginn 14. september

Við minnum á skiplagsdaginn 14. september

Við minnum á skipulagsdaginn n.k. föstudag 14. september. Starfsfólk Fífuborgar mun nýta daginn m.a. í umsagnarvinnu í tengslum við drög að menntastefnu Reykjavíkurborgar.

Lesa >>


Foreldrafundir dagana 18. - 21. september

Foreldrafundir dagana 18. - 21. september

Foreldrafundir verða haldnir í sal Fífuborgar dagana 18. - 21. september sem hér segir:

Hulduheimar: þriðjudaginn 18. september kl. 08:15

Dvergheimar: miðvikudaginn 19. september kl. 08:15

Álfheimar: fimmtudaginn 20. september kl. 08:15

Ljósheimar: föstudaginn 21. september kl. 08:15

Lesa >>


Dagur læsis á morgun

07.09.2018

lubbi1Lubbi verður með okkur í vetur

Lubbi er íslenskur fjárhundur. Hann er duglegur að gelta og þá heyrist ,,voff – voff.”  En Lubba langar mikið til að læra að tala. Þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Hann veit að þegar hann hefur lært þau öll losnar um málbeinið og hann getur leyst frá skjóðunni. Hann hefur örugglega frá mörgu að segja.

En hvernig getum við hjálpað Lubba að læra íslensku málhljóðin? Best finnst honum að naga bein og þess vegna líta málhljóðin út eins og bein. En hann þarf aðstoð við að finna málbeinin á myndunum og æfa þau. Vilt þú hjálpa Lubba að finna málbein?

Meira um Lubba er að finna á heimasíðunni lubbi.is

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Skipulagsdagar Fífuborgar skólaárið 2018 – 2019

Fös. 14. september 2018.
Mið. 17. október 2018. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
Fös. 30. nóvember 2018.
Fös. 11. janúar 2019.
Má. 18. mars 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
Fö. 24. maí 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi