Strákurinn sem týndi jólunum

Strákurinn sem týndi jólunum

17. desember 2018

Leikhópurinn Vinir sýndi leikritið Strákurinn sem týndi jólunum í sal leikskólans í morgun við mikinn fögnuð barna og starfsfólks. Leikritið er frumsamið af Leikhópnum Vinir, þ.e. Ingi Hrafn og Jóel Ingi sem jafnframt leika í leikritinu sem er lítið og fallegt ferðalag um óþekkan ungan strák sem týnt hefur jólagleðinni. Á ferðalagi sínu lendir hann í ýmsum skemmtilegum og spennandi ævintýrum. Hann kynnist meðal annars góðhjörtuðum jólaálfi og Grýlu gömlu sem hefur beðið í mörg ár eftir því að fá óþekkan strák í jólasúpuna sína. Leiksýningin var í boði foreldrafélags Fífuorgar. Takk fyrir okkur. Hægt er að skoða fleiri myndir á myndasíðu leikskólans.

Lesa >>


Strákurinn sem týndi jólunum á mánudag kl. 10:00

Strákurinn sem týndi jólunum á mánudag kl. 10:00

14. desember 2018

Mánudaginn 17. desember verður leiksýningin Strákurinn sem týndi jólunum sýnd kl. 10:00 í sal leikskólans. Leiksýningin er í boði foreldrafélags Fífuborgar. Takk fyrir okkur.

Lesa >>


Jólaball í salnum í dag

Jólaball í salnum í dag

14. desember 2018

Jólaball Fífuborgar var haldið í dag 14. desember í salnum við mikinn fögnuð. Börn og starfsfólk dönsuðu í kringum jólatréð og síðan kom Stekkjastaur í heimsókn og söng, spilaði á gítar, dansaði og sprellaði með okkur í kringum jólatréð. Hann fór síðan inn á deildir og gaf börnunum mandarínur. Hægt er að skoða fleiri myndir á myndasíðu Fífuborgar.

Lesa >>


Börnin á Hulduheimum sýndu helgileikinn í Borgum

Börnin á Hulduheimum sýndu helgileikinn í Borgum

13. desember 2018

Börnin á Hulduheimum sýndu helgileikinn á aðventufundi Korpúlfa í Borgum í gær við mikla gleði áhorfenda. Eftir helgileikinn sungu börnin jólalög ásamt kór Korpúlfa. Einnig kom jólasveinn og færði börnunum mandarínur. Hægt er að skoða fleiri myndir á myndasíðu leikskólans. Einnig eru myndir frá viðburðinum á facebook síðu Korpúlfa.

Lesa >>


Jólaball 14. desember 2018

Jólaball 14. desember 2018

 

Dagskrá:

Kl. 08.50-10.00 Frjáls leikur og hátíðleg stund inni á deildum.

Kl. 09:45-11.10  Jólaball í sal. Jólasveinninn kemur í heimsókn.

Kl. 11.40-12.30   Hátíðarmatur.

Eftir hádegi verður lögð áhersla á útiveru og þurfa börnin

að hafa meðferðis viðeigandi klæðnað.

Jólakveðja frá starfsfólki Fífuborgar

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Skipulagsdagar Fífuborgar skólaárið 2018 – 2019

Fös. 14. september 2018.
Mið. 17. október 2018. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
Fös. 30. nóvember 2018.
Fös. 11. janúar 2019.
Má. 18. mars 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
Fö. 24. maí 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
 
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small