Sumarlokun leikskólans 2019

sun

 Við lokum þri. 9. júlí kl. 17:00

Við opnum fi. 08. ágúst kl. 07:30

Hópaslit 2019

Hópaslit 2019

Fullt var út úr dyrum þegar leikskólabörnin í Fífuborg buðu foreldrum sínum á árleg hópaslit í salnum. þann 9. maí síðast liðinn. Allir fengu ávexti að skemmtun lokinni. Við þökkum kærlega fyrir komuna.

Börnin sýndu hvort öðru atriðin úr skemmtuninni í vinastund þann 10. maí við mikinn fögnuð. Ekki varð fögnuðurinn minni þegar skemmtinefnd Fífuborgar lét starfsfólkið dansa macarena dansinn fyrir börnin án þess að hafa haft tækifæri til þess að æfa sig. Fleiri myndir frá hópaslitunum eru komnar á myndasíðu leikskólans.

Lesa >>


Ömmu og afa kaffi

Ömmu og afa kaffi

Föstudaginn 17. maí verður ömmu- og afa kaffi kl. 15.00-16.00 í Fífuborg.

Þar sem amma eða afi eru ekki til staðar eru foreldrar beðnir að tala við deildarstjóra.

Lesa >>


Nemar frá Þýskalandi

Nemar frá Þýskalandi

Fífuborg tekur þátt í Erasmus+ samstarfsverkefni með nokkrum Evrópuþjóðum og í tengslum við það verkefni eigum við von á tveimur kennaranemum frá Þýskalandi í fimm vikur frá 20. maí til 21. júní. Þeir munu aðallega vera með Tröllheimabörnunum (eldri börnunum á Hulduheimum) og vinna þemavinnu með þeim um skip. Nemarnir heita Pia og Alena.

Við bjóðum þær hjartanlega velkomnar í Fífuborg

Herzlich willkommen im Fífuborg

Lesa >>


Hópaslit í sal fimmtudaginn 09. maí

Hópaslit í sal fimmtudaginn 09. maí

ATH: Ljósheimar, Álfheimar, Dvergheimar og yngri börnin á Hulduheimum

Fimmtudaginn 09. maí eru hin árlegu hópaslit kl.15:00. Þá verður foreldraskemmtun í sal leikskólans þar sem börnin á Ljósheimum, Álfheimum, Dvergheimum og yngri börnin á Hulduheimum sýna atriði í salnum.

Boðið verður upp á veitingar að atriðunum loknum, þ.e. í salnum fyrir Álfheima, Dvergheima og Hulduheima en inni á deild fyrir Ljósheima. Gott væri ef þeir sem hafa tök á komi gangandi á þennan viðburð þar sem oft hefur verið erfitt að finna bílastæði fyrir utan leikskólann þennan dag.

Lesa >>


Grænar litavikur

Grænar litavikur

Næstu tvær vikurnar, þ.e. vikuna 06. - 10. og 13. - 17. maí eru grænar litavikur í leikskólanum. Unnið verður með græna litinn og hann tengdur við hin ýmsu námssvið leikskólans, s.s. list, tónlist o.fl. Að loknum þessum tveimur vikum verður haldið grænt litaball, þ.e. fimmtudaginn 16. maí. Þá væri gaman ef börnin kæmu í einhverju grænu í leikskólann.

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Fös. 14. september 2018.
Mið. 17. október 2018. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
Fös. 30. nóvember 2018.
Fös. 11. janúar 2019.
Má. 18. mars 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
Fö. 24. maí 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
 
 
 HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small
                                                               Vináttubangsi                                                                                   VINÁTTA