Sumarlokunarkönnun

Sumarlokunarkönnun

Nú liggur fyrir hvaða tímabil varð fyrir valinu í sumarlokunarkönnun Fífuborgar. Það voru 55,91% svarenda sem kusu tímabilið 10. Júlí - 07. ágúst, en 33,33% völdu tímabilið 17. júlí - 14. ágúst og 10,75% kusu tíma bilið 03. júlí - 30. júlí. Leikskólinn mun því loka kl 17. þriðjudaginn 9. Júlí og opna aftur kl. 07:30 fimmtudaginn 08. ágúst.

Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar

Lesa >>


Þemað  Fjölskyldan og nánasta umhverfi hefst í dag

Þemað Fjölskyldan og nánasta umhverfi hefst í dag

14. Janúar 2019

Þemað Fjölskyldan og nánasta umhverfi hefst í dag. Í Fífuborg er unnið eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og í tengslum við það er unnið með þetta þema. Markmiðið er að auka skilning barnanna á mismunandi fjölskyldugerðum o.fl. Farið verður í gönguferðir um nánasta umhverfi leikskólans og að heimilum barnanna. Unnið er með þemað á ýmsan máta og það tengt við námssvið leikskólans, s.s. list, tónlist o.fl.

Lesa >>


Skipulagsdagur 11. janúar

Skipulagsdagur 11. janúar

Við minnum á að leikskólinn er lokaður föstudaginn 11. janúar vegna skipulagsdags starfsfólks. Unnið verður að endurmati leikskólastarfsins, farið yfir jafnréttisáætlun Fifuborgar og mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Einnig fær starfsfólk fræðslu um tölvumál en ekki er langt síðan skipt var um stýrikerfi í tölvum leikskólans.

Lesa >>


Jóla og nýárskveðja

Jóla og nýárskveðja

Kæru foreldrar og börn,

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til nýrra verkefna á nýju ári með ykkur.

Jólkveðja frá starfsfólki Fífuborgar

Lesa >>


Skipulagsdagur 11. janúar 2019

Skipulagsdagur 11. janúar 2019

Leikskólinn er lokaður föstudaginn 11. janúar vegna skipulagsdags starfsfólks.

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Skipulagsdagar Fífuborgar skólaárið 2018 – 2019

Fös. 14. september 2018.
Mið. 17. október 2018. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
Fös. 30. nóvember 2018.
Fös. 11. janúar 2019.
Má. 18. mars 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
Fö. 24. maí 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
 
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small