Sumarlokun Fífuborgar 2020

sun

 

Við lokum kl 17:00 þann 14. júlí                                                                             

 Við opnum kl. 7:30 þann 13. ágúst

 

Verklag leikskóla á grunni takmarkana skólastarfs vegna farsóttar

 

 •  Leikskólar verða opnir frá 8:00 – 16:15

 • Tekið verður á móti sem nemur helmingi barna á hverri deild daglega.

 • Meginlína er að hvert barn komi í leikskólann tvo daga aðra vikunar og þrjá daga hina og að systkini fylgist að.

 • Börn starfsfólks í framlínustörfum vegna farsóttar, samkvæmt lista frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, geta sótt um forgang að þjónustu umfram aðra hópa og það kann að fækka þeim dögum sem önnur börn geta sótt leikskólann.

 • Starfsfólk leitast við að vinna með börnin í litlum hópum u.þ.b. 4-6 börn í hópi.

 • Leitast verður við að nýta allt húsnæði leikskólans til að dreifa úr hópnum eins og kostur er en verklagið miðar að því að barnahópar blandist sem minnst á milli deilda.

 • Leikskólum verður lokað kl. 16:15 og tíminn eftir það nýttur til að ganga frá eftir daginn og undirbúa næsta dag en meðal aðgerða leikskólans er að fækka leikföngum og skipta um leikefni á hverjum degi.

 • Í hvíld og matartíma verði þess gætt að gott bil sé á milli barna.

 • Hugsanlega þurfa börnin að borða í hollum til að ná því að þau sitji ekki þétt saman og þá þarf að sótthreinsa borð og helstu snertifleti á milli hópa.

 • Börn leggja ekki á borð, skammta sér ekki sjálf á diskana og taka sér ekki sjálf t.d. ávaxtabita úr skál.

 • Starfsfólk vinnur fyrst og fremst með börn af einni deild og leitast verður við að lágmarka flæði barna og starfsfólks á milli deilda t.d. með því að deildir skipti á milli sín dögum vegna afnota sameiginlegra svæða.

 • Fyrirhugaðri aðlögun barna þessar vikur verður frestað.

 • Komi til mikillar mannfæðar þannig að ekki verði hægt að vinna með börnin í u.þ.b. 4-6 barna hópum verður unnið eftir fáliðunarferli leikskóla til viðbótar við ofangreint.

  Tilmæli til foreldra

 

 • Aðgengi foreldra og annarra utanaðkomandi inn í leikskólann verður mjög takmarkað.

 • Foreldrar hafa einungis aðkomu í fataherbergi leikskólans og staldrar þar við eins stutt og mögulegt er, þó án þess að valda barni sínu streitu. Miðað er við að einungis fáir foreldrar séu í fataherbergi í einu og aðeins einn aðili frá hverju barni.

 • Foreldrar eru beðnir um að snerta ekki hluti í fataherbergi að óþörfu og helst ekki annað en fatahólf síns barns og eigur þess.

 • Finni foreldri fyrir flensueinkennum er það beðið um að koma ekki inn í leikskólann.

 • Hafi börn flensueinkenni s.s. kvef eru foreldrar beðnir um að halda þeim heima.

 • Starfsfólk tekur á móti börnum í fataherbergi en hefur fengið þau tilmæli að halda fjarlægð á milli sín og foreldris eins og auðið er. Starfsfólk fylgir börnum inn á deildir og börn byrja á því að þvo hendur eftir komu í leikskólann.

 • Börn verða í lok dags kvödd með sama hætti og í mörgum tilfellum má gera ráð fyrir útiveru barna á milli 15:30 og 16:15 ef veður leyfir en í ljósi þess að börn verða mun færri en venjulega og útileiksvæði eru stór er talið í lagi að stór hluti eða jafnvel allur barnahópurinn geti verið út samtímis.

 • Foreldrar eru beðnir um að tæma hólf barnanna daglega.

 • Foreldrar gæti fyllsta hreinlætis hvað varðar fatnað barna, bæði inn- og útifatnað enda liggja fatahólf þétt saman. Þetta á einnig við um aðrar eigur barnanna.

 • Börnin komi ekki með leikföng eða aðra sambærilega hluti með sér að heiman í leikskólann.

 • Foreldrar sem kjósa að halda börnum sínum alveg heima eru beðnir um að láta leikskólastjóra vita.

 

Lesa >>


Starfsdagur mánudaginn 16. mars

STARFSDAGUR Í SKÓLA- OG FRÍSTUNDASTARFI Á MÁNUDAG

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars 2020 verði starfsdagur í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum og skólahljómsveitum í Reykjavík til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt starfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til.

Foreldrar eru beðnir um fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu um helgina og á mánudaginn m.a. á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is. Þá eru í undirbúningi sameiginlegar leiðbeiningar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um tómstundastarf barna.

Lesa >>


Gular litavikur hefjast

Gular litavikur hefjast

Gular litavikur

Næstu tvær vikurnar, þ.e. vikuna 09. - 13. og 16. - 20. mars eru gular litavikur í leikskólanum. Unnið verður með gula litinn og hann tengdur við hin ýmsu námssvið leikskólans, s.s. list, tónlist o.fl. Að loknum þessum tveimur vikum verður haldið gult litaball, þ.e. fimmtudaginn 19. mars. Þá væri gaman ef börnin kæmu í einhverju gulu í leikskólann.

Lesa >>


Við minnum á skipulagsdag 7. febrúar

Við minnum á skipulagsdag 7. febrúar

Við minnum á að leikskólinn er lokaður föstudaginn 7. febrúar vegna skiplagsdags starfsfólks. Fyrir hádegi þennan dag fer starfsfólk Fífuborgar á leikskólaráðstefnu Skóla- og frístundarsviðs og eftir hádegi mun Vinnuvernd vera með skyndihjálparnámskeið fyrir starfsfólkið.

Lesa >>


Hvítar litavikur hefjast

Hvítar litavikur hefjast

Næstu tvær vikurnar, þ.e. vikuna 03. - 07. febrúar og 10. - 14. febrúar eru hvítar litavikur í leikskólanum. Unnið verður með hvíta litinn og hann tengdur við hin ýmsu námssvið leikskólans, s.s. list, tónlist o.fl. Að loknum þessum tveimur vikum verður haldið hvítt litaball, þ.e. fimmtudaginn 13. febrúar. Þá væri gaman ef börnin kæmu í einhverju hvítu í leikskólann.

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Skipulagsdagar Fífuborgar 2019 - 2020

 

 • Fös. 06. september 2019.
 • Mið. 02. október 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
 • Fös. 29. nóvember 2019.
 • Fös. 10. janúar 2020.
 • Fös. 07. febrúar 2020. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
 • Mán. 11. maí 2020. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi 
 HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small
                                                               Vináttubangsi                                                                                   VINÁTTA