Skipulagsdagur 9. maí 2022

Skipulagsdagur 9. maí 2022

Leikskólinn er lokaður allan daginn 9. maí vegna skipulagsdags. Dagurinn verður nýttur í starfsmannafund þar sem farið verður yfir fjölmenningaráætlun Fífuborgar, grænfánaverkefnið ásamt öðrum málefnum. Starfsfólk fær fyrirlestur um læsi og hvert hlutverk starfsfólks er í leik sem eflir læsi. Starfsmenn frá Miðju máls og læsis munu flytja okkur þennan fyrirlestur. Einnig verða deildarfundir og endurmat.

Lesa >>


Nýr starfsmaður

A2

 

 

 

 

Anna Karen byrjaði í Fífuborg í mars 2022 og er í hlutastarfi. Hún verður í afleysingum á öllum deildum.

Lesa >>


Skipulagsdagur 1. apríl

Skipulagsdagur 1. apríl

Leikskólinn er lokaður allan daginn 1. apríl vegna skipulagsdags. Fyrir hádegi verður m.a. starfsmannafundur og deildarfundir. Einnig verður horft á fyrirlesturinn ADHD og leikskólinn – Hvað getum við gert? Erindið er flutt af Jónu Kristínu Gunnarsdóttir hegðunarráðgjafa, grunnskólakennara og varaformans ADHD samtakanna. Jóel Sæmundsson leikari kemur með gaman fyrirlesturinn Framtíð menntamála en markmiðið með honum er að hrista aðeins upp í starfsfólkinu og hlægja saman. Eftir hádegi kemur Sigurbaldur P. Frímannsson leikskólastjóri með erindi um opinn efnivið og eiginleika hans sem samanstendur af fyrirlestri og að hver deild taki út efniviðinn á sinni deild ásamt umræðum um efniviðinn.

Lesa >>


Nýir starfsmenn

3

 

 

 

 

 Jóhann Ágúst (Jói) byrjaði í Fífuborg í febrúar 2022 og er í 100% starfi. Hann verður í afleysingum fyrir hádegi og á Dvergheimum eftir hádegi.

 

1

 

 

 

 

 Eyrún Diljá byrjaði í Fífuborg í janúar 2022 og er í hlutastarfi. Hún verður í afleysingum á öllum deildum en verður mest inn á Hulduheimum.

 

Lesa >>


Öskudagur 2. mars

Á öskudaginn verður náttfata/furðufata/búningaball í salnum fyrir hádegi og mega börnin mæta í náttfötum, búning eða furðufötum þennan dag

 Dagskrá Öskudags

 8:00 – 09:30   Börnin máluð í framan
10:15              Dansað í salnum og kötturinn sleginn úr tunnunni
11:00              Frjáls leikur inn á deildum
11:40              Hamborgaraveisla

 Eftir hádegi er hefðbundið skólastarf.

 istockphoto 1028032270 170667a

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Skipulagsdagar Fífuborgar 2022 - 2023

 

  • Fim. 22. september 2022. 
  • Fös. 25. nóvember 2022.
  • Mán. 06. febrúar 2023. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
  • Mið. 19. apríl 2023. Námsferð starfsmanna.
  • Fös. 21. apríl 2023. Námsferð starfsmanna.
  • Mið. 10. maí 2023. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
 HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small
                                                               Vináttubangsi                                                                                   VINÁTTA