Skipulagsdagur 30. nóvember

Skipulagsdagur 30. nóvember

Leikskólinn er lokaður föstudaginn 30. nóvember vegna skipulagsdags starfsfólks.

Lesa >>


Svartar litavikur hefjast

Svartar litavikur hefjast

Næstu tvær vikurnar, þ.e. vikuna 12. - 16. og 19. - 23. nóvember eru svartar litavikur í leikskólanum. Unnið verður með svarta litinn og hann tengdur við hin ýmsu námssvið leikskólans, s.s. list, tónlist o.fl. Að loknum þessum tveimur vikum verður haldið svart litaball, þ.e. fimmtudaginn 22. nóvember. Þá væri gaman ef börnin kæmu í einhverju svörtu í leikskólann.

Lesa >>


Dagur gegn einelti

Dagur gegn einelti

08. nóvember 2018

Dagurinn í dag, 8. nóvember, er helgaður baráttunni gegn einelti. Fífuborg var fyrsti leikskólinn í Reykjavík sem innleiddi kennsluverkefni Barnaheilla um Vináttuna sem er hugsað sem forvarnarefni gegn einelti.

Gaman er að segja frá því að aðstoðarleikskólastjórar í Grafarvogi og á Kjalarnesi í samvinnu við Miðgarð, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness hafa unnið að því að útbúa sameiginlega eineltisáætlun fyrir leikskóla í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Tilgangur sameiginlegrar eineltisáætlunar er að skapa samhljóm í forvarnarvinnu leikskólanna í hverfinu. Stefnt er að því að hún verði tilbúin á næsta ári.

Lesa >>


Foreldrasamtöl hefjast

Foreldrasamtöl hefjast

Foreldrasamtöl hefjast þann 05. nóvember. Foreldrar geta skráð sig á lista á deildunum.

Ljósheimar: Foreldrasamtöl á Ljósheimum hófust fyrr en áætlað var og eru flest búin.

Álfheimar: 05. nóvember kl. 12:00 - 16:00 og 06. nóvember kl. 8:20 - 16:00.

Dvergheimar: 14. nóvember kl. 11:30 - 15:55 og 15. nóvember kl. 09:20 - 14:05.

Hulduheimar: 08. nóvember kl. 09:30 - 15:00 og 9. nóvember kl. 08:30 - 12:10.

Lesa >>


Alþjóðlegi bangsadagurinn

Alþjóðlegi bangsadagurinn

Alþjóðlegi bangsadagurinn er haldinn hátíðlegur laugardaginn 27. október. Dagurinn er haldinn á þessum degi því hann er afmælisdagur fyrrverandi bandaríkjafortseta Theodore (Teddy) Roosevelt. Af þessu tilefni mega börnin koma með bangsa í leikskólann föstudaginn 26. október.

Roosevelt var mikill skotveiðimaður og sagan segir að eitt sinn þegar hann var á bjarnarveiðum hafi hann vorkennt litlum, varnarlausum bjarnarhúni og sleppt honum lausum. Washington Post birti skopmynd af þessu atviki sem vakti mikla athygli.
Búðareigandi einn í Brooklyn, New York varð svo hrifinn af þessari sögu að hann bjó til leikfangabangsa sem hann seldi sem "Bangsann hans Teddy" (Teddy's bear). Það má segja að þetta hafi verið upphaf af sigurgöngu leikfangabangsans sem er orðinn vinsæll félagi barna (og fullorðinna) um allan heim.

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Skipulagsdagar Fífuborgar skólaárið 2018 – 2019

Fös. 14. september 2018.
Mið. 17. október 2018. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
Fös. 30. nóvember 2018.
Fös. 11. janúar 2019.
Má. 18. mars 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
Fö. 24. maí 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
 
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small