Þorrablót

Allir skemmtu sér vel á þorrablóti Fífuborgar, bæði börn og kennarar. Börnin bjuggu til þorrahatta/kórónur og mörg þeirra komu í einhverju þjóðlegu í leikskólann, s.s. lopapeysu, lopasokkum og einn kennari kom í þjóðbúning og nokkrir í þjóðlegum svuntum. Hulduheimar fóru inn á allar deildar og sungu fyrir börnin lagið um þorramatinn og lagið Nú er úti norðan vindur. Í hádeginu var þorrablót en boðið var upp á grjónagraut og slátur og þeir sem vildu gátu smakkað þorramat t.d hákarl, sviðasultu, hrútspunga og harðfisk.

IMG 2091 Small20210122 114640 Mobile

Lesa >>


28 ára afmæli

1

 

Leikskólinn Fífuborg á 28 ára afmæli í dag mánudaginn 18. janúar. Í tilefni afmælisins verður boðið upp á kanilsnúða í kaffitímanum og hver deild hélt upp á afmælið inn á deild með söng og dansi.

Lesa >>


Vasaljósadagur

unnamed

 

 

Þriðjudaginn 19. janúar verður vasaljósadagur í leikskólanum. Gaman væri ef börnin kæmu með vasaljós þennan dag til þess leika sér með í myrkrinu.

Lesa >>


Þemað fjölskyldan og nánasta umhverfi

Þemað fjölskyldan og nánasta umhverfi

Þemað Fjölskyldan og nánasta umhverfi hófst mánudaginn 11. janúar 2021. Í Fífuborg er unnið eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og í tengslum við það er unnið með þetta þema. Markmiðið er að auka skilning barnanna á mismunandi fjölskyldugerðum o.fl. Farið verður í gönguferðir um nánasta umhverfi leikskólans og að heimilum barnanna. Unnið er með þemað á ýmsan máta og það tengt við námssvið leikskólans, s.s. list, tónlist o.fl.

Lesa >>


Skipulagsdagur 5. febrúar 2021

Skipulagsdagur 5. febrúar 2021

Föstudaginn 5. febrúar er leikskólinn lokaður allan daginn vegna skipulagsdags starfsmanna.

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Skipulagsdagar Fífuborgar 2020 - 2021

 

  • Mán. 05. október 2020. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
  • Þri. 27. október 2020.
  • Fös. 20. nóvember 2020.
  • Fös. 05. febrúar 2021. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
  • Mi. 14. apríl 2021.
  • Mán. 10. maí 2021. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
 HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small
                                                               Vináttubangsi                                                                                   VINÁTTA