Skipulagsdagur

How To Get Your Whole Team Delivering Great Projects

 Þriðjudaginn 27. október er leikskólinn lokaður allan daginn vegna skipulagsdags starfsmanna. Starfsmenn munu m.a. taka þátt í málþingi um frjálsan leik sem streymt verður á netinu.

Lesa >>


Ella umhverfisdúkka safnar birkifræjum

IMG 9120 Small

Ella umhverfisdúkka hefur undanfarið verið að safna birkifræjum í Fífuborg með aðstoð barnanna. Börn á öllum deildum eru mjög áhugasöm um fræsöfnunina í útiveru og finnst mikið sport að fá að standa uppi í stiga og setja fræin í kassa. Börnin voru líka sérlega dugleg að standa í röð og skiptast þannig á.

IMG 9112 Small

Ella umhverfisdúkka sagði börnunum frá því að það sé gott fyrir jörðina að safna fræjum, þá geti fleiri tré vaxið og það er gott því trén hjálpa okkur að hreinsa loftið.

Hafi foreldrar áhuga á að safna birkifræjum með börnum sínum bendum við á að hægt er að fá og skila kössum með birkifræjum í Bónus. Einnig eru allar upplýsingar inn á birkiskogur.is

Lesa >>


Ég sjálfur og líkaminn minn

Ég sjálfur og líkaminn minnÞemað Ég sjálfur og líkaminn minn hefst í dag. Markmiðið er m.a. að auka skilning barnanna á líkama sínum, líkamshlutum og starfsemi þeirra og að þau skilji og læri hugtök í tengslum við líkamann.Unnið er með þemað á ýmsan máta og það tengt við námssvið leikskólans, s.s. list, tónlist o.fl.

Lesa >>


Bleikar litavikur

bleikur

 Næstu tvær vikurnar, þ.e. vikuna 05. - 09. og 12. - 16. október eru bleikar litavikur í leikskólanum. Unnið verður með bleika litinn og hann tengdur við hin ýmsu námssvið leikskólans, s.s. list, tónlist o.fl. Að loknum þessum tveimur vikum verður haldið bleikt litaball, þ.e. fimmtudaginn 15. október. Þá væri gaman ef börnin kæmu í einhverju bleiku í leikskólann.

Lesa >>


Appelsínugult og brúnt litaball

61 618910 cat and dog dance png clipart dancing cat

 

 

Á morgun 1. október verður haldið appelsínugult og brúnt litaball í Fífuborg. Þá væri gaman ef börnin kæmu í einhverju appelsínugulu og/eða brúnu í leikskólann.

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Skipulagsdagar Fífuborgar 2020 - 2021

 

  • Mán. 05. október 2020. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
  • Þri. 27. október 2020.
  • Fös. 20. nóvember 2020.
  • Fös. 05. febrúar 2021. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
  • Mi. 14. apríl 2021.
  • Mán. 10. maí 2021. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
 HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small
                                                               Vináttubangsi                                                                                   VINÁTTA