Sumarlokun

Sumarlokun

Leikskólinn verður lokaður frá og með föstudeginum 13. júlí 2018 til og með föstudeginum 10. ágúst 2018 vegna sumarleyfa. Við opnum aftur mánudaginn 13. ágúst 2018. Við óskum ykkur ánægjulegs sumarfrís með sól og sumaryl.

Lesa >>


Erasmus+ samstarf við skóla í Þýskalandi

Síðastliðin þrjú ár hefur leikskólinn Fífuborg tekið þátt í Erasmus+ samstarfi við skóla í Þýskalandi. Við höfum fengið til okkar þrjá kennaranema ár hvert. Þetta sumar voru það Florian og Christian sem koma frá Landshut í Bæjaralandi. Þeir voru hjá okkur í 4 vikur og unnu þemaverkefni um skip með börnunum á Tröllheimum. Búin voru til skip úr ýmsum efniviði og skoðað t.d.hvaða efniviður gæti flotið. Einnig var farið í fjöruferð, á Sjóminjasafnið og varðskipið Óðinn skoðaður o.fl. Þrír kennarar í Fífuborg fengu að fara til Þýskalands vorið 2017 til að skoða skólastarfið þar. Þetta hefur verið mjög gefandi og skemmtilegt samstarf. Hægt er að skoða fleiri myndir á myndasíðu leikskólans undir Tröllheimar.

Erasmus8 SmallErasmus Small

Erasmus7 Small

Lesa >>


Skipulagsdagar Fífuborgar og skóladagatal  skólaárið 2018 - 2019

Skipulagsdagar Fífuborgar og skóladagatal skólaárið 2018 - 2019

Skipulagsdaga og skóladagatal fyrir skólaárið 2018 - 2019 er hægt að sjá hér neðst á forsíðunni.

Lesa >>


Myndasíða leikskólans er komin í lag

Myndasíða leikskólans er komin í lag

Myndasíða leikskólans er komin í lag og loksins hægt að skoða myndir frá Þjóðhátíð Fífuborgar og útskrift og hópaslitum.

Lesa >>


Þjóðhátíð Fífuborgar

Þjóðhátíð Fífuborgar

Það var mikið fjör þegar Fífuborg hélt sína árlegu þjóðhátíð. Ánægjulegt var að sjá hversu margir foreldrar sáu sér fært að mæta og veðrið lék við okkur. Við byrjuðum daginn á andlitsmálun og kl. 10:00 mættu foreldrar og fóru með okkur í skrúðgöngu ásamt lúðrasveit í kringum hverfið. Eftir skrúðgönguna var farið í leiki í garðinum. Drullumallssvæði Fífuborgar var formlega opnað þennan dag og klippt var á borða við hátíðlega athöfn. Foreldrar kvöddu kl. 11:00 og síðan voru grillaðar pylsur og allir fengu ís á eftir. Starfsfólk Fífuborgar þakkar fyrir frábæran dag. Hægt er að skoða fleiri myndir frá Þjóðhátíð Fífuborgar á myndasíðu leikskólans.

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Skipulagsdagar Fífuborgar skólaárið 2018 – 2019

Fös. 14. september 2018.
Mið. 17. október 2018. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
Fös. 30. nóvember 2018.
Fös. 11. janúar 2019.
Má. 18. mars 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
Fö. 24. maí 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi