Skipulagsdagur 7. janúar 2022

Skipulagsdagur 7. janúar 2022

Leikskólinn er lokaður föstudaginn 7. janúar vegna skipulagsdags. Starfsfólk mun fá námskeiðið Óstöðvandi liðsheild í topp tilfinningalegu ástandi: Liðsuppbygging fyrir vinnustaði. Dagurinn verður líka nýttur í starfsmannafund, deildarfundi, endurmat og undirbúning fyrir vorið.

Lesa >>


Jólaball Fífuborgar

Jólaball Fífuborgar

Jólaball Fífuborgar var haldið í dag 17. desember. Börn og starfsfólk dönsuðu í kringum jólatréð inn á deildum. Stekkjastaur kom í heimsókn í útiveru og söng, spilaði á gítar og sprellaði með okkur. Stekkjastaur gaf svo börnunum mandarínur. Í hádeginu var hangikjöt, kartöflur, uppstúf, rauðkál og grænar baunir. Í eftirrétt var súkkulaðimús. Hægt er að skoða myndir á myndasíðu Fífuborgar.

Lesa >>


Jól á  Íslandi

Jól á Íslandi

Hér má finna allt um íslenskar jólahefðir. Efnið er á mörgum tungumálum og var tekið saman af Fjölmenningarteymi skóla- og frístundsviðs Reykjavíkurborgar.

Christmas in Iceland

https://menntastefna.is/tool/jol-a-islandi/

 

Lesa >>


Jólaleikritið Ævintýrið sýnt 10. desember

Jólaleikritið Ævintýrið sýnt 10. desember

Föstudaginn 10. desember verður leiksýningin Ævintýrið sýnd kl. 10:00 í sal leikskólans. Leiksýningin er í boði foreldrafélags Fífuborgar. Takk fyrir okkur😊

Leikritið ÆVINTÝRIРfjallar um strákinn Jónatan sem fær loksins að kíkja í heimsókn til besta vinar síns hans Dreka. Þeir hafa verið aðskildir í langan tíma vegna ófyrirsjáanlegar aðstæðna en nú getur ekkert stoppað þá. Við sjáum hvernig hugarheimur þeirra lifnar við  á sviðinu í gegnum allskyns klassísk ævintýri og leiki sem flestir ættu að kannast við.

Lesa >>


Skipulagsdagur

Skipulagsdagur

leikskólinn er lokaður föstudaginn 19. nóvember vegna skipulagsdags. Starfsfólk mun m.a. fá fyrirlestur um fjölmenningu og kynningu á breytingum á aðalnámskrá leikskóla í tengslum við hana. Dagurinn verður líka nýttur í starfsmannafund, deildarfundi og undirbúning fyrir jólin.

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Skipulagsdagar Fífuborgar 2021 - 2022

 

  • Mán. 04. október 2021. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
  • Fös. 19. nóvember 2021.
  • Fös. 07. janúar 2022.
  • Mán. 07. febrúar 2022. 
  • Fös. 01. apríl 2022.
  • Mán. 09. maí 2022. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
 HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small
                                                               Vináttubangsi                                                                                   VINÁTTA