Foreldraviðtöl

 kisspng telephone interview mobile phones clip art pink phone cliparts 5aa9cf848b7936.3790389115210781485713Foreldraviðtöl verða dagana 30. nóvember – 11. desember, en sökum COVID19 bjóðum við eingöngu upp á símaviðtöl að þessu sinni . Dvergheimar og Ljósheimar verða vikuna 30. nóvember – 4. desember og Hulduheimar og Álfheimar verða vikuna 7. desember – 11. desember. Deildarstjórar munu senda frekari upplýsingar í tölvupósti þegar nær dregur 😊

Lesa >>


Skipulagsdagur

collaboration

 

Föstudaginn 20. nóvember er leikskólinn lokaður allan daginn vegna skipulagsdags starfsmanna.

Lesa >>


Foreldraviðtöl

cartoons phone vector 773257

Samkvæmt leikskóladagatali áttu foreldraviðtöl að hefjast 2. nóvember. Því miður verður þeim frestað um óákveðin tíma en deildarstjórar munu senda póst á  foreldra þegar þau verða. Viðtölin verða að öllum líkindum tekin í gegnum síma. 

Lesa >>


Skipulagsdagur

How To Get Your Whole Team Delivering Great Projects

 Þriðjudaginn 27. október er leikskólinn lokaður allan daginn vegna skipulagsdags starfsmanna. Starfsmenn munu m.a. taka þátt í málþingi um frjálsan leik sem streymt verður á netinu.

Lesa >>


Ella umhverfisdúkka safnar birkifræjum

IMG 9120 Small

Ella umhverfisdúkka hefur undanfarið verið að safna birkifræjum í Fífuborg með aðstoð barnanna. Börn á öllum deildum eru mjög áhugasöm um fræsöfnunina í útiveru og finnst mikið sport að fá að standa uppi í stiga og setja fræin í kassa. Börnin voru líka sérlega dugleg að standa í röð og skiptast þannig á.

IMG 9112 Small

Ella umhverfisdúkka sagði börnunum frá því að það sé gott fyrir jörðina að safna fræjum, þá geti fleiri tré vaxið og það er gott því trén hjálpa okkur að hreinsa loftið.

Hafi foreldrar áhuga á að safna birkifræjum með börnum sínum bendum við á að hægt er að fá og skila kössum með birkifræjum í Bónus. Einnig eru allar upplýsingar inn á birkiskogur.is

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Skipulagsdagar Fífuborgar 2020 - 2021

 

  • Mán. 05. október 2020. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
  • Þri. 27. október 2020.
  • Fös. 20. nóvember 2020.
  • Fös. 05. febrúar 2021. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
  • Mi. 14. apríl 2021.
  • Mán. 10. maí 2021. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
 HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small
                                                               Vináttubangsi                                                                                   VINÁTTA