Sumarlokun leikskólans 2019

sun

 Við lokum þri. 9. júlí kl. 17:00

Við opnum fi. 08. ágúst kl. 07:30

Fífuborg fékk Hvatningarverðlaun Skóla- og frístundarráðs

Fífuborg fékk Hvatningarverðlaun Skóla- og frístundarráðs

08. febrúar 2019

Leikskólinn Fífuborg hlaut Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs í gær fyrir verkefnið Umhverfismennt - Ella endurvinnsludúkka. Brúðan Ella er fulltrúi Grænfánaverkefnisins í Fífuborg og verkefni hennar er að stuðla að umhverfismennt barnanna með því að fræða þau um umhverfismál. Í umsögn dómnefndar kom fram að Ella er lýðræðislegt verkefni og mikilvægt á okkar tímum að gera börn meðvituð um umhverfisvernd. Verkefnið er einfalt og auðvelt er fyrir aðra leikskóla að nýta hugmyndina. Við þökkum foreldrum í Fífuborg fyrir að hafa tilnefnt okkur og erum mjög stolt af þessum verðlaunum.Hvatningarverðlaun 2019 2 Small

Lesa >>


Við minnum á Foreldravikuna

Við minnum á Foreldravikuna

Við minnum á foreldravikuna þessa viku. Foreldrar/forráðamenn skrá óskir um hvenær þeir vilja koma á lista sem hangir  fyrir framan deildir leikskólans ásamt dagskipulagi deildarinnar.

Lesa >>


Hvítar litavikur hefjast

Hvítar litavikur hefjast

Næstu tvær vikurnar, þ.e. vikuna 04. – 08. febrúar og 11. – 15. febrúar eru hvítar litavikur í leikskólanum. Unnið verður með hvíta litinn og hann tengdur við hin ýmsu námssvið leikskólans, s.s. list, tónlist o.fl. Að loknum þessum tveimur vikum verður haldið hvítt litaball, þ.e. fimmtudaginn 14. febrúar. Þá væri gaman ef börnin kæmu í einhverju hvítu í leikskólann.

Lesa >>


Ella endurvinnsludúkka

Ella endurvinnsludúkka

Um daginn varð Fífuborgin 26 ára og af því tilefni fékk leikskólinn lag frá Ellu endurvinnsludúkku í afmælisgjöf. Lagið á að hjálpa okkur að muna eftir umhverfismálunum í öllu okkar starfi og er eins konar umhverfissáttmáli leikskólans.

Ellulagið

(Lag: Grænt, grænt, grænt er grasið út í haga)

(texti: Elsa Rún)

Velkomin Ella, á deildina okkar,

viltu kenna okkur að flokka,

:: minnka mengun, plastnotkun og sóun

og styrkja þjóð að sjálfbærri þróun.::

Lesa >>


Amalía lætur af störfum

Amalía lætur af störfum

Hún Amalía okkar á Ljósheimum lætur af störfum í lok janúar vegna aldurs. Hún hefur starfað í Fífuborg í 7 ár og þökkum við henni innilega fyrir gott samstarf og óskum henni velfarnaðar að starfsævi lokinni. Síðasti dagur Amalíu er á fimmtudaginn 31. janúar en þá munum við vera með vinastund í salnum kl. 09:35 og kveðja hana formlega.

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Skipulagsdagar Fífuborgar skólaárið 2018 – 2019

Fös. 14. september 2018.
Mið. 17. október 2018. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
Fös. 30. nóvember 2018.
Fös. 11. janúar 2019.
Má. 18. mars 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
Fö. 24. maí 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
 
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small