Sumarlokun Fífuborgar 2020

sun

 

Við lokum kl 17:00 þann 14. júlí                                                                             

 Við opnum kl. 7:30 þann 13. ágúst

 

Við minnum á skipulagsdag 7. febrúar

Við minnum á skipulagsdag 7. febrúar

Við minnum á að leikskólinn er lokaður föstudaginn 7. febrúar vegna skiplagsdags starfsfólks. Fyrir hádegi þennan dag fer starfsfólk Fífuborgar á leikskólaráðstefnu Skóla- og frístundarsviðs og eftir hádegi mun Vinnuvernd vera með skyndihjálparnámskeið fyrir starfsfólkið.

Lesa >>


Hvítar litavikur hefjast

Hvítar litavikur hefjast

Næstu tvær vikurnar, þ.e. vikuna 03. - 07. febrúar og 10. - 14. febrúar eru hvítar litavikur í leikskólanum. Unnið verður með hvíta litinn og hann tengdur við hin ýmsu námssvið leikskólans, s.s. list, tónlist o.fl. Að loknum þessum tveimur vikum verður haldið hvítt litaball, þ.e. fimmtudaginn 13. febrúar. Þá væri gaman ef börnin kæmu í einhverju hvítu í leikskólann.

Lesa >>


Jóna Maja lætur af störfum

Jóna Maja lætur af störfum

Hún Jóna Maja okkar á Ljósheimum lætur af störfum í lok janúar vegna aldurs. Hún hefur starfað í Fífuborg í tvö og hálft ár en þar á undan starfaði hún í leikskólanum Langholti í 17 ár. Við þökkum henni innilega fyrir gott samstarf og óskum henni velfarnaðar að starfsævi lokinni. Síðasti dagur Jónu Maju er á föstudaginn 31. janúar en þá munum við vera með vinastund í salnum kl. 09:35 og kveðja hana formlega.

Lesa >>


Sumarlokun Fífuborgar 2020

Sumarlokun Fífuborgar 2020

Nú liggur fyrir niðurstaða úr könnun um óskir foreldra varðandi sumarlokun leikskólans. Samkvæmt henni verður leikskólinn lokaður frá og með miðvikudeginum 15. júlí til og með miðvikudeginum 12. ágúst. Opnað verður aftur fimmtudaginn 13. ágúst.

Lesa >>


Fífuborg fékk Grænfánann í fjórða sinn

Fífuborg fékk Grænfánann í fjórða sinn

Leikskólinn Fífuborg fékk alþjóðlega viðurkenningu Skóla á grænni grein og grænfánann afhentan í fjórða sinn þann 17. janúar síðast liðinn. Viðurkenningin er fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja sitt af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og í nærsamfélaginu.

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Skipulagsdagar Fífuborgar 2019 - 2020

 

  • Fös. 06. september 2019.
  • Mið. 02. október 2019. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
  • Fös. 29. nóvember 2019.
  • Fös. 10. janúar 2020.
  • Fös. 07. febrúar 2020. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi
  • Mán. 11. maí 2020. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi 
 HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small
                                                               Vináttubangsi                                                                                   VINÁTTA