Sumarlokun Fífuborgar 2021

sun

 

Við lokum kl 16:30 þann 06. júlí                                                                             

 Við opnum kl. 7:30 þann 05. ágúst

 

Skipulagsdagur

mynd

Mánudaginn 10. maí er sameiginlegur skipulagsdagur hjá öllum starfsstöðum skóla- og frístundasviðs og því er leikskólinn lokaður allan daginn. Starfsmenn munu taka þátt í Menntastefnumóti sem er uppskeruhátíð þess þróunar- og nýsköpunarstarfs sem hefur sprottið upp í skóla- og frístundastarfi borgarinnar í tengslum við innleiðingu menntastefnu frá ársbyrjun 2019. Á mótinu verður meðal annars hægt að hlusta á fyrirlesturinn Það er leikur að læra lesa, leiðir til málörvunar og eflingar bernskulæsis í Fífuborg. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að kynna sé dagskrá mótsins og skoða það sem vekur áhuga. Dagskrá Menntastefnumótsins verður send á foreldra þegar nær dregur. Dagurinn verður einnig nýttur í endurmat á starfi leikskólans.

Lesa >>


Skipulagsdagur

Skipulagsdagur

 

Miðvikudaginn 14. apríl 2021 er leikskólinn lokaður allan daginn vegna skipulagsdags starfsmanna.

Lesa >>


Vegna stöðu Covid - 19 í samfélaginu

Vegna stöðu Covid - 19 í samfélaginu

25.03.2021

 • Foreldrar koma ekki inn í leikskólann, starfsmaður tekur á móti börnunum við útidyrahurðina.
 • Foreldrar spritti hendur áður en þeir opna hlið leikskólans.
 • Halda 2 metra fjarlægð á milli eins og aðstæður leyfa.
 • Foreldrar noti grímur þegar þeir koma með og sækja börnin sín.
 • Við biðjum foreldra að koma með börnin í útifötum sem auðvelt er að klæða sig í og úr (úlpa, húfa og skór). Ef foreldrum vantar föt sem eru í hólfi barnsins biðja þeir starfsmann um að rétta sér þau.
 • Starfsfólk er í fataklefanum á milli 07:30 - 09:00 og 16:00 – 16:30. Ef börnin eru að koma eða eru sótt á öðrum tímum þarf að hringja inn á deild barnsins.
 • Ef foreldrar geta af einhverjum ástæðum ekki hringt er dyrabjalla við hurðina.  
 • Leikskólapokar fyrir útiföt eru geymdir í leikskólanum en mikilvægt er að merkja þá vel.

Lesa >>


Sólveig Indíana Guðmundsdóttir

Sólveig Indíana mastersnemi í menntunarfræði leikskóla verður hjá okkur í vettvangsnámi í næstu viku. Hún mun kynna sér starfið á leikskólanum og vinna verkefni tengt því. Við Bjóðum hana hjartanlega velkomna.

Lesa >>


Elí Logi er nýr starfsmaður í Fífuborg

Elí Logi er nýr starfsmaður í Fífuborg

 

Elí Logi Fjalarsson er tekin til starfa í Fífuborg og mun vera á Dvergheimum. Elí Logi útskrifaðist sem stúdent af Félags- og hugvísindabraut vorið 2020. Við bjóðum hann innilega velkominn.

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Skipulagsdagar Fífuborgar 2020 - 2021

 

 • Mán. 05. október 2020. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
 • Þri. 27. október 2020.
 • Fös. 20. nóvember 2020.
 • Fös. 05. febrúar 2021. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
 • Mi. 14. apríl 2021.
 • Mán. 10. maí 2021. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
 HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small
                                                               Vináttubangsi                                                                                   VINÁTTA